Leiðbeiningar
Fyrst er að skoða vörurnar í vefversluninni.
Vörur eru settar í körfu með því að smella á viðeigandi hnapp. Þú getur alltaf skoðað innkaupakörfuna þína og breytt innihaldi hennar.
Til að ganga frá pöntun smellir þú á samnefndan tengil. Þá opnast síða þar sem þú skráir tilheyrandi upplýsingar um viðtakanda og velur greiðslumáta þ.e. hvort þú vilt greiða með greiðslukorti, fá sent í póstkröfu eða koma og sækja vöruna á skrifstofu Altex. Þegar búið er að velja og ganga frá greiðslu þá berst pöntunin til okkar og fer í vinnslu.
Þú færð senda staðfestingu á tölvupósti á það netfang sem þú gefur upp. Staðfestingin berst yfirleitt innan örfárra mínútna. Í staðfestingunni kemur fram númer pöntunar, upplýsingar um viðtakanda og pöntunin sjálf þ.e. vörunúmer, lýsing, fjöldi og verð. Uppgötvir þú á þessu stigi að einhverjar upplýsingar séu rangar, þá getur þú sent bréfið til baka á sendanda og óskað eftir leiðréttingu, eða haft samband í síma 533 5444 á opnunartíma Altex.
Sé varan ekki til á lager munum við hafa samband við þig og láta vita hvað það gæti tekið langan tíma að fá vöruna og þú getur í framhaldi af því ákveðið hvort þú viljir halda þig við pöntunina.
Ef varan er send til kaupanda bætast við hverja pöntun:
kr. 980,- ef greitt er með greiðslukorti
kr. 1480,- ef pöntunin er send í póstkröfu (póstkröfugjald innifalið)
ATH! Ekkert sendingargjald ef pöntun fer yfir kr. 20.000,-
Afgreiðslutími er 1-2 vikur