Luffa Motta

Framleitt úr plöntunni Luffa með því markmiði að auðvelda fólki að þvo á sér bakið.

Hvað er Luffa. Luffa er klifurjut sem vex að mestu leiti í austurlöndum. Hún er eina plantan sem vitað er til að hægt er að þurrka og nota sem svamp. Hún hefur verið notuð í þúsundir ára fyrir húðhreinsun og endurnæringu húðarinnar. Eftir að Luffan er fullþroskuð er uppskeran, hreinsuð og þurrkuð. Ávöxtur hennar er sívalur, og á meðan hann er að þroskast umbreytist hann að innan í þétt net trefja. Luffan var mjög vinsæl í Egyptalandi til forna til húðhreinsunar. Luffa tréfjarnar fjarlægja dautt skinn,djúphreinsa, næra húðina og gera hana fallegri vegna góðra eiginleika hinna náttúrulegu trefja.

Luffa bakskrúbburinn er ný byltingarkennd hönnun sem gerir bakþvottinn okkar einfaldan, notalegan og áhrifaríkan. Hin nátturulega Luffa er fullkomin fyrir allar húðgerðir. Hún fjarlægir óhreinindi, dauða húð. Luffoliate er hannað þannig að það hentar lögun baksins. Einfalt í uppsetningu.